mánudagur, mars 12, 2007

The times they have a changed...

Ég fékk vægt sjokk í dag þegar ég var að skoða gamlar myndir frá því að Matta fæddist. Síðan eru liðin tæp tvö ár. Hér eru þrjár myndir til að sýna hvernig líkamlegt ástand mitt hefur breyst til hins verra á þessum tíma.

Fyrsta myndin er frá því í ágúst 2005



Önnur myndin er frá því í maí 2006



Og síðasta myndin er frá því í dag



Nú verður e-ð að fara að gerast. Ég er búinn að vera nokkuð duglegur að synda upp á síðkastið, en það er greinilega ekki nóg. Fyrir nokkrum mánuðum var í rokkandi í kringum 100 kg. En núna rokka ég frá 95 - 98 kg. Betur má ef duga skal og allt það. Ég held að ég hafi verið um 85 kg þegar að Matta fæddist, þannig að við erum að tala um 10 kg sem þurfa að fara. Hvað á maður að gera. Heróín? Það virðist virka fyrir suma. Sid Vicius var nú helvíti grannur. En svo dó hann, þannig að ég prófa kannski bara að minnka átið eftir kvöldmat, minnka sykur og hreyfa mig meira.
Það er minna sem ég get gert í því að hárið virðist hverfa með hverjum deginum sem líður. Svo ekki sé minnst á það að ég fann fyrsta gráa hárið um daginn.
Man i´m getting old.

Við fórum í 12 vikna sónar í dag og allt er í góðum málum. Hér er mynd af krílinu.



Ég hef það alveg á tilfinningunni að þetta sé strákur. Það var nokkuð magnað að fara í sónarinn, vegna þess að þá áttaði maður sig almennilega á þessu. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég ekki beint tilbúinn að tengjast barninu fyrr en þessi sónar væri búinn. Þá veit maður að þetta er á góðri leið. Svo þegar ég horfði á sjónvarpsskjáinn og sá það hreyfa sig í allar áttir, þá kviknaði á einhverju. Ég er að verða tveggja barna faðir!

En ég er sko ekki sá eini á heimilinu sem elskar að troða í sig.



Hérna er Matthildur að gæða sér á bollu á bolludaginn og eins og sést þá er hún ekki beint að hata það.
Ef allt gengur að óskum þá erfa bæði börnin gullfallegt vaxtarlag móður sinnar. Og ef við byggjum í fullkomnum heimi þá myndu þau erfa skopskyn og vitsmuni föður síns.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ gamli !! Gott að heyra að allt gekk vel í sónarnum - ég veðja á þetta sé önnur skvísa :-) Þú manst að ég hafði rétt fyrir mér síðast þegar ég sá sónarmyndina af Matthildi skottulottu :-)

6:34 e.h.  
Blogger Óli said...

Já gamla mín, ég man það sko. Af hverju heldur þú að þetta sé önnur skvísa??

9:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Ólafur.
Við þekkjumst ekkert og ég fann síðuna þína í gegnum google leit. Ég vildi bara láta þig vita að það er bloggþjófur á ferðinni á netinu, manneskja sem kallar sig Lalla og á síðuna http://www.123.is/lalla. Hún afritaði þetta blogg frá þér sem ég er að kommenta á og blogg af minni síðu og af fleiri síðum á netinu og eignar sér. Ég vildi bara að þú vissir af þessu þó svo að þetta sé nú eins ómerkilegt og það er spaugilegt. IP talan hennar er 194.105.248.231 svo þú getur fylgst með henni.
Kristín.

7:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdu fyrri IP tölunni, kóperaði vitlausa. Þetta er bloggþjófurinn mikli: 157.157.202.224

Kristín ókunnuga aftur.

7:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home