laugardagur, mars 17, 2007

Endurholgun



Fyrir nokkrum árum lýsti faðir minn fyrir mér ákveðinni pælingu varðandi trú. Ég man nú ekki hvaða trú þessi pæling fellur undir eða hvort hún geri það yfir höfuð. En miðað við þá litlu þekkingu sem ég hef í trúarbragðafræðum þá held ég að þetta falli undir búddatrú. En pælingin er sem sagt sú að inngangur í himnaríki eða að ná Nirvana í þessu tilviki, sé áunnin á mörgum æviskeiðum. Hver og ein mannsekja hafi ákveðna hluti eða galla sem hún þarf að vinna að. Ef það tekst ekki í fyrsta sinn þarf hún að koma aftur (væntanlega sem e-r annar)og halda áfram. Þegar manneskjan hefur svo náð þeim þroska sem til þarf þá öðlist hún nirvana eða einhverskonar æðri vitund. Eigum við ekki bara að kalla það himnaríki.

Ég get nú ekki sagt að ég trúi kannski á himnaríki sem slíkt, en mér finnst þetta svolítið merkileg pæling.

Mér finnst þetta góð leið til að horfa á sína innri veikleika eða galla. Ef maður hefur á annað borð áhuga á því að reyna að bæta sig sem manneskja. Ekki það að ég telji mögulegt að það sé til uppskrift að fullkominni manneskju. Frekar held ég að þetta sé ágætis byrjun fyrir hvern þann sem vill verða að betri manni.

Ef við ættum að gefa okkur að ég hafi komið aftur í þessu lífi eftir að hafa mistekist að takast á við gallana mína í fyrra lífi. Þá getum við ímyndað okkur að í fyrra lífi hafi ég verið offitusjúklingur með áunna sykursýki og skemmdar tennur, sennilega að afplána lífstíðardóm fyrir að drepa mann í afbrýðisemiskasti eða eftir að hafa tapað í einhverju af eftirfarandi: tölvuleik, körfubolta, borðspili eða rökræðum. Sennilega hef ég talað algjörlega óskiljanlega tungu þar sem ég tala óskýrara en allt í þessu lífi. En sem betur fer mun ég koma aftur í næsta lífi,
(þ.e.a.s. ef ég næ ekki nirvana bara beint þegar ég drepst) sem Gísli Marteinn.

Ég er ekkert að skilja í þessu kommenti sem ég fékk hér fyrir neðan í sambandi við e-n bloggþjóf. What the f#$%. Er hægt að leggjast lægra en að copy/paste-a bloggfærslur frá öðrum og birta þær sem sínar eigin. Takk fyrir að láta vita ókunnuga Kristín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home