fimmtudagur, mars 22, 2007

Indland Empire

Svona lýsir kristrún í Fréttablaðinu nýjustu mynd David Lynch, Indland Empire.

"Aðalpersónan er ung leikkona sem hefur tekið að sér hlutverk í kvikmynd, sem á virðist hvíla einhverskonar bölvun. Myndin er endurgerð á eldra listaverki og brátt sogast leikkonan unga inn í atburðarás sem hún hefur enga stjórn á. Hún rennur til að mynda saman við sögu kvenna sem verið er að smygla frá Austur-Evrópu og sögu fjölskyldu með kanínuhöfuð".

Þessi mynd verður örugglega forvitnileg eins og flestar myndir kappans. Ég hef samt oft velt því fyrir mér með þessar myndir, hvort að David Lynch hafi nokkra hugmynd um hvað þær fjalla. Gæti þetta verið eitt stórt hoax hjá kallinum. Til að mynda fannst mér Lost Highway rosalega flott mynd (sennilega vegna þess að Patricia Arquette sýndi á sér brjóstin) en ég botnaði ekki baun í henni. Sérstaklega atriðið þegar að Bill Pullman breyttist í Baltazar Getty.
Mullholland Drive fannst mér algjör steypa. Ég náði að fylgja henni eftir fram að hléi (það voru einmitt líka brjóst fyrir hlé í þeirri mynd) en eftir hlé þá var það bara bye bye birdie.
Lynch er sér þó fáa líka þegar kemur að því að skapa rafmagnað andrúmsloft í bíómyndum. Svona sem erfitt er að skilgreina og maður situr spenntur og horfir á atburðarrásina en veit samt ekki alveg af hverju maður er með gæsahúð.
Varðandi aðrar bíómyndir þá eru allir að tala um myndina 300. Ég verð víst að reyna að skella mér á hana.

Rafael Benitez stjóri Liverpool kom með helvíti góða hugmynd um daginn. Hún er sú að stóru liðin (ég veit samt ekki hvort að það sé verið að meina öll líð í úrvalsdeild, bara þau stærstu eða bara öll líð á Englandi.) gætu sent varaliðin sín að keppa í neðri deildunum á Englandi. Það eru nú helvíti margar deildir þar í landi, ætli þær séu ekki svona 8 með utandeildunum jafnvel fleiri. Þetta fyrirkomulag þekkist á Spáni til að mynda. Þar er algengt að Real Madrid B eða Barcelona B hafa barist um titlana í neðri deildunum en þau mega þó ekki vera í sömu deild og aðalliðin. Þess vegna myndu þessi lið ekki flytjast upp í efstu deild ef þau ynnu aðra deild. Þessi hugmynd gæti gert það að verkum að leikmenn sem ná ekki að brjótast inn í aðalliðið, sérstaklega hjá stærri klúbbunum, fengu að spreyta sig í alvöru deildum. Þetta myndi koma sér vel fyrir ungu kynslóðina og framtíð enska landsliðsins. Sem ég styð að sjálfsögðu.
Ég legg til að þessu verði komið á sem fyrst.
Áfram United og púllarar geta nú sagt e-ð af viti, svona af og til.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég tel mig vera talsverðan Lynch aðdáanda. Mulholland Drive þótti mér líka algjör vitleysa, en mé rþótti hún dásamleg vitleysa sem kastaði mér tilfinningalega í allar áttir og ekki síður eftir hlé.

KT

8:08 e.h.  
Blogger Óli said...

ég held ég verði bara að skella henni aftur í tækið.

1:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home