þriðjudagur, mars 20, 2007

Til hamingju Ísland.

Eftir langa og hatramma deilu okkar Kristins um lögleiðingu vændis á hef ég ákveðið að koma á heimaslóðir og blogga aðeins um þetta mál.

Ég sá umræðu um málið í Ísland í dag, á milli Sigurðar Kára og Ögmundar Jónassonar. Mér leist vel á hugmyndir vinstri grænna um að leyfa sölu vændis en ekki kaup. Refsa þannig kaupandanum en ekki seljanda. Sigurði Kára virtist ekki þykja það góð hugmynd og fannst fínt að leyfa vændið alveg, eins og samþykkt var í gær. Hann sá ekki að það væri markaður! fyrir vændi hér á landi og þess vegna hélt hann það yrði ekki vandamál að fólk frá útlöndum kæmi hingað til lands að vinna við vændi.

Ég veit ekki mikið um pólitík en ég hef alltaf vitað að ég væri ekki sjálfstæðismaður. Sú skoðun mín var bara frekari fest í skorðum með þessum orðum. Þvílíkt bull. Hvað veit hann um hvort að það sé markaður fyrir því eða ekki. Eru ekki blöðin uppfull af frásögum um að vændi sé stundað á hótelum borgarinnar og þar að auki er væntanlega flest vændi á Íslandi stundað svart og sykurlaust fyrir luktum dyrum. Hvernig getur hann þá gert sér e-a hugmynd um eftirspurnina?

Einnig hefur Ísland verið sérstaklega markaðsett sem staður fyrir graða kalla eða kellingar að koma og djamma, einmitt frá útlöndum. Dirty weekend og fleira í þeim dúr. Verður þetta ekki bara miklu meira aðlaðandi ef djammpakkinn er orðinn fullkominn. Bláa lónið, stórbrotin náttúra, góður matur, fallegt kvenfólk, besta næturlíf í heimi og svo klárar maður kvöldið á einu af betri hóruhúsum borgarinnar. Ég er viss um að auglýsingin sé í prentun í þessum skrifuðu orðum.

Ég hef líka rekið mig á það sem ég tel vera ákveðna röksemdarvillu í þessari umræðu. Í umræðunni um lögleiðingu vændis telja þeir sem eru fylgjandi, að með því að lögleiða vændi sé verið að færa vændið upp á hið örugga yfirborð. Þar sem að auðveldara er fyrir vændiskonur og menn að leita sér hjálpar og þeirra réttarstaða verður meiri.

Ég held að mansal eigi alveg eins eftir að þrífast hvort að vændi sé löglegt eður ei. Ef það er verið að þvinga stelpu til ókunnugs lands til að stunda vændi og jafnvel hótað henni öllu illu, þá tel ég afar ólíklegt að hún þori að fara til löggunar og biðja um hjálp.

Alveg eins og það hefur sýnt sig í málum handrukkara þá er fólk sem lendir í þeim skíthrætt við að leita til löggunar, þar sem að löggan getur bara gert takmarkaða hluti. Lögin hafa jú líka sínar takmarkanir.
Þess vegna efast ég um að löggan geti verndað allar þær konur sem gætu lent í þessari stöðu. En auðvitað hjálpar það þeim sem stunda vændi að geta leitað réttar síns ef brotið er á þeim. Þess vegna held ég að "sænska leiðin" eins og hún var kölluð, þ.e.a.s. salan leyfð en kaupin ólögleg verði til bóta.

Þetta blessaða bjórmál ætlar að verða sagan endalausa. Reyndar finnst mér skondið að sjálfstæðismenn leiki fórnarlömb í þessu máli og kenni vinstri grænum um að stoppa þetta frumvarp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið viðloðandi stjórnarsamstarf í 16 ár. Tekur þetta virkilega svona langan tíma fyrir þá. Mér heyrðist nú á Ögmundi að v.g. hafi aðeins viljað fá meiri tíma og því verði þetta tekið til umræðu í haust.

Til hamingju með daginn, kæru vinir.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hann Steingrímur er bara að hata bjórinn. Hann var ákveðinn í að stoppa hann en bugaðist ´89. Vonandi fer þetta á sömu leið núna. Spái því að hann láti bugast 2009 og við trítlum út í Melabúð eftir bjórvímu;)

-Vala

10:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Ég held að mansal eigi alveg eins eftir að þrífast hvort að vændi sé löglegt eður ei."

Ha? Eru það ekki einmitt aðalástæða þín fyrir því að banna vændi að það minnki mansal? Hér ertu að segja að muni þrífast engu að síður. Eða er ég að misskilja? Hver á röksemdarvilluna?

;)

KT

11:20 e.h.  
Blogger Óli said...

Hlakka til að trítla með þér elskan mín.

KT: Það sem ég er að meina þarna er að ef vændi verði lögleitt þá eigi það ekkert frekar eftir að minnka mansal. Ég held að bann við vændi geti frekar upprætt mansal en lögleiðing.

11:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þóttist nú vita hvað þú meintir, varð bara að pota aðeins...

KT

11:43 e.h.  
Blogger Óli said...

Eftir kommentið á andmenningu þá bjóst við þér í dyragættinni í nótt með hamar og meitil í hendinni. "Ég ætla aðeins að POTA í þig!!!"
Förum á gott fyllerí. Þá getum við farið í skemmtistaðasleik, brokeback style og málið er dautt.

12:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Shit hvað bjórinn yrði dýr í Melabúðinni. Held að það sé best að hafa þetta eins og það er!

Gardar

6:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home