Ammæli
Ég lenti óvart í afmælisveislu í dag. Sundhöll Reykjavíkur er nefnilega 70 ára um þessar mundir. Ég rambaði inn í höllina til að synda mína daglegu 500 metra af blönduðu bringu- og skriðsundi. Daginn áður hafði ég lent í skondnu atviki, þar sem að handklæðinu mínu var stolið. Ég geymi alltaf lyklana mína í handklæðinu og því stóð ég ráðgáta rennvotur og berrassaður eftir sundsprett og sturtu.
Ég fékk vörðinn til að lána mér handklæði og opna fyrir mig skápinn. Þegar hann opnaði skápinn þá varð hann frekar skeptískur á svipinn og fór að spyrja mig út í smáatriði málsins. Svona eins og ég hafi svindlað mér inn í sundið og væri að ljúga því að lyklinum hefði verið stolið. Hann sagði "þær í afgreiðslunni segja að lykillinn hafi verið þarna allan tímann?" og horfði svo á mig með aðra augnabrúnina teygða upp í ljósakrónu.
Hvað á maður svo að segja við svona, "já ok ég viðurkenni það. ég fæ brjálað rush út úr því að svindla mér inn í sundlaugar og ljúga því svo að lyklinum hafi verið stolið. Á sérstökum dögum þá stelst ég til að stökkva á stóra brettinu þegar það er lokað. En það er nú bara á stórhátíðardögum".
Svo þegar ég gekk út og skilaði handklæðinu þá stóðu þau í afgreiðslunni í hnapp. Sundlaugarvörðurinn skeptíski laumaði svo lúmskur að samstarfsmönnum sínum "Þetta er hann!"
En allavega í dag var afmæli og því frítt inn í sund. Ég var því ekki með sérstakar áhyggjur af því týna lyklinum. Mér til mikillar ánægju gat ég fagnað tvöfalt á þessum mikla gleðidegi. Ég steig nefnilega á vigtina, og í fyrsta sinn síðan að sundátakið mikla byrjaði, var ég undir 95 kg. Nánar tiltekið 94 kg. En ég var búinn að borða lítið og hreyfa mig mikið daginn áður. Eins og ég borða um helgar þá verð ég líklega kominn upp í 97 eftir helgi : (
Þegar ég gekk út úr lauginni í þetta sinn þá stoppaði ein afgreiðslukonan mig og sagði "Fáðu þér nú að borða Óli minn". Það var nefnilega kökuborð fyrir gesti og gangandi. Ég vildi nú ekki vera að skemma nýja formið mitt með því að troða í mig köku og þakkaði því pent fyrir mig. Konan gaf sig ekki og bað mig endilega að fá mér. Ég ákvað að vera kurteis og fékk mér það sem leit út eins og vínarbrauð. Ég greip stykkið, stakk því í munninn og gekk út í bíl. Ég sá eftir þessu um leið því að bakkelsið bragðaðist eins og volgt sætabrauð fyllt með sykruðu sæði.
Það er gaman að heyra að sundabraut sé að fara af stað. Í viðtali við Björn Inga sem er í forsvari fyrir Faxaflóahafnir. Það var gaman að heyra hvað stjórn þessa fyrirtækis er tilbúin að bretta upp ermar og gera e-ð í málinu. Það er skondin staðreynd að Faxaflóahafnir á meirihluta í Spöl sem að rekur hvalfjarðargöngin. Það var líka skondið að sjá hvernig Björn Ingi náði að snúa sér út úr því þegar hann var spurður hvort að rukkað yrði fyrir að keyra í gegnum sundabraut! Við megum því búast við því að þurfa að borga fyrir að komast snöggt og örugglega upp á Kjalarnes.
4 Comments:
Jááá það er ekki ókeypis að fá að heimsækja okkur;)
Nema þú nennir að taka verulegan krók á þig sem er nú bara gaman, ef gott er veður;)en maður gerir náttla aldrei
Massssi!:) Til hamingju með árangurinn!
Jóhanna: Það verður sko ekki ókeypis, en við látum það ekki stoppa okkur. Við notum bara sígarettupakkatrikkið ; )
Ásta: Það er nú enginn árangur kominn enn. Þegar við vorum út í DK þá var ég um 75 - 80 kg. Þannig að ég á langt í land. Takk samt og við sjáumst eldhress 7. apríl.
Baby steps:) Það er alltaf gaman að ná því takmarki sem sett er hverju sinni!
Hlakka til að sjá ykkur:)
Skrifa ummæli
<< Home