föstudagur, mars 02, 2007

Ameríku húmor vs. England húmor



Jay Leno er í sjónvarpinu. Hann er ágætur, en samt er hann eiginlega bara dónalegur perri. Hann gerði t.d. mjög ósmekklegt grín af Camillu P. Bowles og líka af börnunum hennar Britney Spears.
Ég skil ekki af hverju íslenskar sjónvarpsstöðvar sýna ekki meira af breskum spjallþáttum. Er það ekki vitað mál að bretar eru upp til hópa mun fyndnara fólk en bandaríkjamenn. Ég held að bretar séu bara fæddir kaldhæðnir. Ég man þegar ég var að horfa á Parkinson á einhverri frábærri íslenskri sjónvarpsstöð um daginn og gestir hans voru meðal annars Elton John og Bill Nighy. Þessir menn, ásamt Parkinson sjálfum, kunnu að segja frá á svo skemmtilegan hátt. Þeim tekst á ótrúlegan hátt að fanga athygli áhorfenda þannig að allir eru með eyrun spennt á sætisbrúninni þegar þeir skjóta hnitmiðuðum bröndurum inn í sögurnar og allir liggja kylliflatir á eftir.

Stundum finnst mér bandarískur húmor eingöngu snúast um hvað fólk er heimskt eða um stjórnmál. Núna var að Leno að taka á móti 12 ára gerpi sem veit allt um ryksugur! Who gives a shit!

Ég vildi að þetta Leno/Letterman æði myndi hætta og Jonathan Ross og Parkinson væru á dagskrá á hverju kvöldi.
Ég myndi líka alveg sætta mig við ef Conan O´brian væri á hverju kvöldi. Hann er írskur og líka uppaháldsrauðhærði maðurinn minn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home