sunnudagur, mars 04, 2007

West Ham og Man U.



Aumingja West Ham. Það virðist vera búið að ákveða að þetta lið á að falla í vor. Mér hefur alltaf þótt smá vænt um þetta lið og þótt það spila mjög skemmtilegan fótbolta. Eftir að íslendingarnir keyptu meirihluta í félaginu þá hefur maður enn ríkari ástæðu til að halda með þeim. En ekkert virðist ganga upp. Það hlýtur að vera mjög sárt að vera harður West Ham aðdáandi. Vegna þess að í gegnum tíðina hefur West Ham alið af sér nokkra af bestu fótboltamönnum Englands en alltaf hafa þeir þurft að selja þá vegna bágrar fjárhagsstöðu. Ef maður horfir á enska landsliðið þá er stór hluti af því liði aldir upp hjá West Ham. T.d. Rio Ferdinand, Frank Lampard, Joe Cole og Jermaine Defoe.
Þessi leikur áðan á móti Tottenham var hræðilegur. Að komast yfir 2 - 0, þeir jafna svo 2 - 2, West Ham kemst svo yfir 3 - 2 á 85. mínútu en tapa svo 3 - 4 þegar mínúta var kominn fram yfir viðbótartíma. Bara ógeðslegt og maður finnur bara til með aðdáendum West Ham.
En það er ákveðnir hlutir sem ég sé sameiginlegt með West Ham og Napoli á gullaldarárum þess. Þetta eru bæði lítil lið með dyggan aðdáendahóp. Napoli hafði aldrei gert neitt af viti fyrr en Diego nokkur Maradona kom til liðsins. Það tók reyndar nokkur ár fyrir hann að komast í sitt besta form og að venjast ítalska boltanum.
Hjá West Ham er líka argentínumaður sem heitir Carlos Tevez. Aldrei nokkur tímann bjóst ég við að slíkur leikmaður myndi fara til liðs á stærð við West Ham. Hann hefur verið lengi í gang en virðist nú vera eini maðurinn með lífsmarki í annars mjög lífvana liði West Ham. Hann sýndi það í leiknum í dag að með tímanum gæti þessi maður leitt liðið upp í hæstu hæðir.
Eða þá að hann spilaði í nokkur ár með West Ham og svo myndi bara Man Utd kaupa hann og hann myndi leiða þá í hæstu hæðir.
Gærdagurinn var æðislegur. Liverpool 0 - 1 Man Utd. Mér finnst svo fyndið að hlusta á þessa Liverpool elskandi lýsendur á Skjásport. "United stálu sigrinum, bara heppni, Liverpool vann á tölfræðinni". He he he. Þetta er mjög einfalt. Liverpool átti fullt af færum sem þeir NÝTTU ekki. Það var tekin augljós vítaspyrna af United og þeir nýttu færin sín. Til þess að ná árangri þurfa lið að nýta færin sín.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nákvæmlega, þoli ekki vælandi Poolara (þar á meðal manninn minn;)

'Afram United

Kveðja, Ösp

11:10 e.h.  
Blogger Óli said...

Óþolandi. Þú kemur bara hingað fyrir næsta leik og ég sendi Vælu björg heim til ykkar. Þá verðum við í vælulausu gleði.

12:05 f.h.  
Blogger Óli said...

Vælulausri gleði átti þetta að vera.

Áfram United.

12:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vei vei vei veió veió vei

glory glory man united!

gaman að þessum aumingjum (meina liverpool) hvernig það sem hentar þeim er talið upp en öðru gleymt.
En
Jójó jó jó
á ekki á kíkja á leikinn á móti frönskuvælukjóunum.

2:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

*Hóstihóst*
Ólafur, þó þetta sé nú ein leiðinlegasta færslan þín þarf það nú ekki að þýða að maður renni ekki augunum niður kommentin.
Bíddu bara Bólafur Vælir Bjarkason....

-Hefnigjarni hobbitinn.

3:38 e.h.  
Blogger Óli said...

Garðar ég heyri í þér á morgun með þetta. Glory glory, vei vei vei.

Hobbiti: Farðu varlega með þig litla kona.

8:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

haha, styð þessa tillögu með að senda Vælu hingað, verður bjór í boði??!!

TIL HAMINGJU með væntanlegan erfingja, frétti að það hefði verið mikið fjör í bumbubúa í dag:)

Kveðja, Ösp ekki svo vælin

8:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hobbitinn: Hehe, will do Garðar minn, sömó;)

3:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home