sunnudagur, mars 25, 2007

Að flytjast búferlum



Ég fór á djammið í gær, í fyrsta sinn í langan tíma. Byrjaði í pulsupartý (í orðsins fyllstu) hjá Hauki Classen. Eftir ánægjulega drykkjustund, hlustandi á 90´s rapp var ákveðið að fara í bæinn. Við ákváðum að skella okkur á Oliver af öllum stöðum. Það var svo sem ágætt að tjútta þar, tónlistin var nokkuð góð, nema að Dj-inn spilaði sömu lögin aftur og aftur. Þetta voru alveg góð lög, en óþarfi að hlusta á sama lagið 5 sinnum á tveimur klukkutímum. Ég er nú alveg dottinn úr æfingu og því tók ég röltið heim rétt rúmlega 3.

Við Valgerður höfum verið að velta fyrir okkur næstu skrefum í fasteignaviðskiptum. Nú er auðvitað nýtt barn á leiðinni, þannig að við þurfum að bæta við okkur herbergi í nánustu framtíð.

Miðað við verðin sem eru í gangi í Rvk þá gæti það verið best fyrir okkur að fara aðeins út fyrir bæjarmörkin. Eins og þetta lítur út gætum við skipt á okkar íbúð (í kjallara) á einbýlishúsi með því að bæta lítillega við okkur í greiðslubyrði. Þegar ég leit á Re/max blaðið áðan þá veit ég ekki hvert ég ætlaði. Íbúðaverð í Reykjavík er alveg út af kortinu. Nýjar íbúðir á Laugaveginum (beint á móti 17) eru að fara á klikkuðu verði. Tveggja herbergja, 70 m2 á 27,9 milljónir. Er þetta lið þroskheft?

Þeir staðir sem við höfum verið að kíkja á eru helst sveitarfélögin í kringum RVK. Þetta eru Akranes, Hveragerði, Selfoss, Keflavík (Vala flytur ein þangað), Breiðholt og Akureyri (aftur Vala ein). Þar sem að hálf fjölskyldan mín er flutt á Selfoss höfum við verið að renna hýru auga á íbúðir þar. Hægt er að fá fínustu einbýlishús á 22 - 25 millur á Selfossi. Reyndar á öllum þessum stöðum. Í blaðinu áðan var helvíti fínt hús upp á Skaga, byggt 1928, 125 m2 með 30 m2 bílskúr og 6 herbergjum á 22,9 millur. Svo á þetta allt sennilega bara eftir að hækka með árunum.

En við erum nú ekki að spá í þessu næstum því strax. Ég held að það sé ráðlegast að við klárum námið fyrst og sjáum svo til. Miðað við hvernig námið gengur hjá mér þá ætti ég að klára þegar Matthildur fermist.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jeminn eini...þið eruð rugluð...vil ekki heyra þetta....þið getið eins fultt til dk þar sem þið fáið 3000 dkk með hverju barni á mánuði plús frír leikskóli, enginn bílaútgjöld bara fallegur fákur með boxi framaná fyrir grislíngana, uppáhalds pössunarkonan, huggulegt veður (næstum alltaf), æji vá get ekki talið upp endalaust....en mér finnst það klárlega mun skrárri kostur en dreifbíli íslands og hver vill hafa miðnafnið dreifari...æji....mér líst bara ekkert á þetta plan....Bibban

1:04 e.h.  
Blogger Óli said...

Við skulum sjá til. Dk hljómar líka vel, sérstaklega þar sem þú býrð þar ; )

8:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eru þið crazy???? Þegar ég las "Þeir staðir sem við höfum verið að kíkja á eru helst sveitarfélögin í kringum RVK" þá sá ég fyrir mér Mosó, Hafnarfjörður og í mesta lagi Kjalarnes en Selfoss, Akranes og Akureyri mér líst ekkert á það. Það gengur nú nógu illa fyrir mig að kíkja í heimsókn vestur í bæ hvað þá þegar ég þarf að keyra enn lengra...... Hvernig gengur annars í skólanum Óli? Hefuru gert þér grein fyrir því að við ættum að útskrifast í vor ef við hefðum ekki hætt. Sí jú/María

9:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey!! Ég sá að þú ert búinn að setja linka á barnasíðurnar - þú verður að bæta prinsinum mínum við....www.barnaland.is/barn/15018 Kveðja María

9:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ólafur minn! er ekki best að ala börnin upp í Reykjavík. Þú veist vel hvað verður um þau ef þið flytjið til

a) Danmörk; verða hassreykjandi, teknó fríkur með aflitað hár, þú þekkir þessa bauna.

b) Selfoss; Aftur aflitað hár og jafnvel smá teknó, verri væri sortuæxlið sem kæmi fram fyrir fermingu (enda bæði börnin rauðhærð ekki satt?)

c)Keflavík; KOMM ON!!!!!

d) Akranes; Erfitt að vera FRAMARI á skaganum, æj bara svo margt.

e) Akureyri; mundir aldrei skilja þau, væru á rúntittttinum og bautatttanum, helvíti langt frá ÖLLU!

f) Að lokum Hveragerði. Þér finnst kannski hveralyktin góð, allavegana miðað við lyktina sem þú gafst frá þér í gærkvöldi, sem var ekki ósvipuð ;)

Eruð þið búin að skoða úthverfin? Eins og póstnúmer 105?

Kveðja

Nágranni

10:58 e.h.  
Blogger Óli said...

María: Skólinn er búinn í sinni hjá mér. Maður tekur bara náms- og barnaeignaleyfi saman næsta haust. Þú skellir þér bara með, er það ekki? Ég skal bæta drengnum inn ; )

Sæll Nágranni. Þetta er allt rétt hjá þér. Hvað var ég að hugsa? Sjáumst í afmæli bráðum.

10:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja hver á afmæli?

Gardar

11:19 e.h.  
Blogger Óli said...

Ó var þetta Garðar. Mér fannst vera svo mikill Kidda keimur af þessum skrifum. Líka þetta 105 tal. Jæja Kiddi verður sem sagt þrítugur í byrjun apríl.
Takk Garðar minn. Var ekki allt í góðu á laugardagskvöldið?

11:22 e.h.  
Blogger Óli said...

Hveralyktin!!!! Ég las þetta greinilega ekki alveg nógu vel í fyrsta sinn. Og by the way þetta er sennilega lengsti texti sem þú hefur skrifað á bloggið mitt. Hvenær ætlar þú að byrja með síðu????

11:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jó jó jó!

vei ó vei ó vei!

Já já allt í góðu á laugardaginn, bara er orðinn svo gamall að ég get hreinlega ekki drukkið 2 daga í röð.

Eigin síða segiru, hmmmm verður að átta þig á að ég er sennilega latasti maður norðan við suðurpólinn. Svo að það er ósennilegt.

Gardar

11:40 e.h.  
Blogger Nína said...

Ég mæli frekar með Hvíta-Rússlandi en öllum þessum stöðum sem upp voru taldir, almáttugur, jesús pétur, heilög maría og öll hjörðin bara,
er þetta Selfossdjók ekki örugglega djók?

3:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home