sunnudagur, ágúst 28, 2005



Eins og sést hér að ofan fékk ég litluna í fangið í fyrsta sinn í dag. Hún sat hjá mér í örstutt korter en það leið eins og 1 sek. Hún var alveg svakalega góð með nýju RAUÐU augnhárin sín. Yebb thats right baby. Fólk áttar sig kannski á hvað hún er lítil greyið, ég er eins og tröll með hana í fanginu. Sjáið svo á neðri myndinni hvað hún er orðin mannaleg og með sérstaklega glæsilega beinabyggingu, alveg eins og pabbi sinn. Hætt á sýklalyfjum, borðar eins og hestur, hvílir sig á sípabbinu einu sinni á dag og tekur aðeins nokkrum sinnum dýfur í hjartslætti og öndun yfir sólarhringinn. Það er reyndar alveg sjúklega erfitt að vera rólegur þegar hún tekur þessar dýfur. Venjulega er hjartslátturinn í 140-160 en svo dettur hann stundum niður í 30 - 50 í nokkrar sekúndur. Reglan er sú að ef starfsfólkið æsir sig ekki þá eigum við foreldrarnir ekki að æsa okkur. En það er bara ekki svo auðvelt að sitja og bora í nefið á sér á meðan barnið mitt er að missa úr nokkur hjartslög. Hjúkkurnar segja alltaf við mig, klíptu bara aðeins í hana - hún er að gleyma að anda! Bara eins og það sé eðlilegast í heimi, eins og hún sé að gleyma að segja takk fyrir mig. (klíp klíp) A a a ekki gleyma að anda elskan, það eru eðlilegir borðsiðir. Anyways þá gengur sem sagt allt nokkuð vel. Hún er búin að þyngjast heil ósköp. Orðin 980 grömm, var 913 fyrir nokkrum dögum. En annað sem er svolítið erfitt er að ég fæ svo mikið samviskubit yfir að vera ekki alltaf á staðnum. Auðvitað er ekki hægt að vera stöðugt til staðar, en ég held að það sé bara eðlislægt í manninum að vaka yfir nýburanum sínum. Það er ekki eðlilegt að fara heim og sofa og borða þar, á meðan nýburinn sefur í kassa á spítalanum. Þetta er bara e-ð sem maður þarf að venjast. Lífið heldur áfram og maður hefur sína ábyrgð annars staðar líka. Það er kannski ekkert hollt heldur að sitja og stara á barnið í hitakassa allan daginn og loka á allt annað. Annað sem er erfitt að venjast er að vera orðinn pabbi. Ég er bara ekki að ná þessu. Ég held að ég sakni svolítið undirbúningstímans sem átti að vera fram í nóvember. Ég hringi alltaf reglulega upp á vöku og spyr hvernig gangi. Ég nota alltaf dimmu, - ábyrgðar-, föðurlegu röddina mína og segi " já góðan daginn, þetta er pabbi hennar Matthildar hérna, hvernig gengur". Og í hvert sinn líður mér eins og ég sé að gera símaat og sé að þykjast vera einhver annar. Skelltu á skelltu á segir lítil rödd í hausnum. En þetta venst eins og allt annað. Ég þarf bara aðeins meiri quality tíma með henni eins og á myndinni þarna fyrir ofan.

kærlig hilsen fra Magla

Óli

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta fer þér ótrúlega vel Óli minn og þú átt án efa eftir að verða alveg frábær í þessu hlutverki. Kveðja María

9:52 e.h.  
Blogger grojbalav said...

augnhárin eiga eftir að verða svört alveg eins og hárið...

9:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vááá hvað hún er lítil. Maður sér það eiginlega ekki fyrr en þarna þar sem hún liggur á bringunni þinni. Jiminn.
Æ gangi ykkur áfram vel.
Bestu kveðjur Lalli og Helga Dröfn

4:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég verð líka að segja það við þig að þetta fer þér bara andskoti vel:)
bibban

5:50 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir að segja þessi fallegu orð öll sömul, hún er gorgeous.
Dream on flöskutottari.

6:33 e.h.  
Blogger Ásta said...

Óli pabbi....þetta verður háttvirtasti titill ævi þinnar:) Njóttu þess;) Yndislegt. Og Magla er yndisleg!

Kveðja, Ástis

9:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home