föstudagur, ágúst 26, 2005

Minnst allra

Það er ekki hægt að segja annað en að nú sé andleg og líkamleg þreyta að farin að gera vart við sig. Maður veit varla hvaða dagur er og síðastliðin vika hefur liðið bæði ótrúlega hratt og um leið fáránlega hægt. Klukkan virðist ganga á tvöföldum hraða og maður hefur aldrei nægan tíma til að sinna litlu prinsessunni. En samt finnst mér eins og hún sé mánaðargömul. Skrýtið. Þetta er búið að vera alveg major rússíbanaferð þessi vika. Geðveikt stress í sambandi við vinnuna, biðlistar, blaðaskrif og almenn óánægja. En það kemst voðalega fátt annað að en hún Matthildur mín þessa dagana. Svo byrjar skólinn í næstu viku, en ég er þegar búinn að segja mig úr einu fagi. Einhversstaðar verður maður nú að kötta niður. Ekki köttar maður á Möglu og vinnann skaffar matinn, þannig að það er no go. En sú litla er að standa sig eins og sannur champ. Það er búið að auka matarskammtinn frá 3 ml upp í 8 ml á einum degi. Jibbíií. Mörgum þykir það sennilega lítið magn, en í mínum augum er þetta einn af mörgum sigrum síðustu daga. Hún hvíldi sig aftur á sípabbinu og tók enga dýfu. Frábært mál. Vala áttaði sig dáldið merkilegum hlut áðan. Hún Magla okkar er líklegast minnsti íslendingurinn sem er á lífi þessa stundina. Húrra fyrir Möglu, strax farin að láta að sér kveða. Starfsfólkið upp á vöku eru allar búnar að vera frábærar en stundum er svo erfitt að horfa á þegar þær eru e-ð að laga hana. Þær geta nú sumar verið ansi harðhentar. Svo er sípabbið alveg það versta. Ímyndið ykkur að troða tveimur ryksugum upp í nefið á ykkur og láta svo reira þetta við hausinn á ykkur. Maður sér alveg greinilega að henni finnst þetta ekki þægilegt. En þetta verður víst að ganga sinn vanagang. Hún verður svo hörð af sér þegar hún kemur af spítalanum að hún þolir hvað sem er. Jæja best að ná aftur vitinu með langþráðum nætursvefni. Á morgun á hún svo afmæli og er vikugömul. Vala ætlar að baka köku og ég spila afmælissöngin. Að sjálfsögðu verður hún ekki viðstödd greyið þar sem við megum ekki koma með köku á spítalann og hún má ekki koma heim.

Kveðja og fyrir hönd Möglu.

Óli

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ öll sömul og til lukku með vikuafmælið, þó að það séu enn nokkrir klukkutímar í fæðingartímann. Þetta er frábær áfangi, hún er hörð sú litla. Það var frábært að hitta ykkur í gær og gefa ykkur smá knús. Kveðja María

9:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með viku afmælið Matthildur Agla. kossar og risaknús
Katrín "frænka"

9:39 f.h.  
Blogger Ásta said...

Vá hvað tíminn líður hratt! Til hamingju með vikuafmælið;)
Knús Ásta

4:54 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir það segir Magla. Hún er svo heppin að eiga svona margar góðar "frænkur" að.

1:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home