Numero uno
Magla er nú með meiri massagenin. Í kvöld náði hún þeim ótrúlega áfanga að vera færð á gjörgæsludeild 2, af gjörgæslu 3. Hún er sem sagt á stöðugri og öruggri leið heim. Búin að bæta á sig og orðin tvö smjörlíkisstykki eða 1000 gr. Ég er búinn að henda inn helling af myndum af henni hér til hliðar. Ég ætla núna að fara að skella mér upp á spítala og halda upp á áfangann með henni.
3 Comments:
hæ hæ ! Frábært að heyra alltaf fleiri og fleiri góðar fréttir. Og meiriháttar að sjá allar þessar myndir. Gangi ykkur áfram svona vel, kveðja María
Til hamingju með þennan áfanga! Þetta er greinilega kjarnatrítill sem þið eigið;)
Gaman að sjá allar myndirnar!
Kveðja, Ásta
Takk fyrir það.
Skrifa ummæli
<< Home