sunnudagur, ágúst 28, 2005

Til hamingju með daginn skott.


Allt að gerast þessa dagana. Gleymdi alveg að blogga í gær að ég hélt á litlu dömunni minni í fyrsta sinn í gær. Svo gerðist sá magnaði atburður í dag að Vala fékk hana í fangið í fyrsta sinn. Þær sátu saman í lazy boynum í heilan hálftíma, eins og þið sjáið hér að ofan. Henni fannst þetta sko ekki óþægilegt skal ég segja ykkur. Ég fæ svo að gera slíkt hið sama á morgun. Þá verður manni vippað úr að ofan og fær hún að liggja á brjóstkassanum mínum í dágóða stund. Það er búið að ganga rosa vel með allt og má ekki gleyma að hún á vikuafmæli í dag. Til hamingju Magla spagla. Hún er komin á fullt fæði, eða 13 ml af gullmjólkinni úr gullkonunni með stóra fæðubúrið. Það er búið að taka úr henni slönguna sem lá inn um naflastrenginn og búið að taka hana af sýklalyfjunum. Sem þýðir reyndar mikið panic hjá da parents. Öll sýklahætta eykst milljónfalt. En ég syng bara hástöfum Fix you með Coldplay sem er svo viðeigandi. Hann hefur örugglega verið að hugsa um Möglu hann Chris þegar hann samdi lagið.

ammæliskveðja

Óli

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég fæ tár í augun að lesa þetta, þetta er svo yndislegt. Það sést nú vel á myndinni hvað þeim mæðgum líður vel og það er frábært að heyra hvað vel gengur. Þúsund kossar handa duglegu skvísunni, kveðja María

11:09 f.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir það, við sjáumst svo bara í skólanum á morgun, þá get ég sýnt þér fleiri myndir.

9:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ja hérna, maður er greinilega ekki harðhaus lengur, allavegana ekki ef maður situr grenjandi í tölvuveri skólans, það er bara svo hrærandi að sjá svona sætar myndir að maður lætur bara gossa.Frábært hvað allt gengur vel, koss til ykkar allra, Heiða

12:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home