föstudagur, ágúst 26, 2005

Cípabb og hægðarlos


Hef lítið getað komist í bloggið þessa dagana sökum anna. Hef reyndar gert lítið annað en að vinna, fara í sturtu og svo upp á spítala. Gleymi hlutum eins og að sofa og borða, en það er allt í lagi vegna þess að ég er pro-ana by choice. Allt gott að frétta af Matthildi, reyndar allt betra en gott. Hún er farin af öndunarvélinni og er búin að vera stöðug í öllum mælingum. Hún er búin að vera með svona Cí pabb sem er öndurnaraðstoð, frá því á mánudag. Í gær fékk hún að hvíla sig á cípabbinu í 30 mín. og kom mjög vel út úr því. Andaði alveg sjálf allan tímann og tók bara einu sinni smá dýfu á mælunum. Hún kom vel út úr segulómskoðun í gær, þar sem hjarta og heili virtust, við fyrstu sýn, líta nokkuð vel út. Hún er farin að borða meira og meira af brjóstamjólkinni hennar Völu, sem hún getur reyndar drukkið fram að fermingaraldri með áframhaldandi framleiðslugetu. Magla er líka farin að kúka heilan helling ( ok nú get ég pakkað í töskurnar og kvatt þetta blogg. Farinn að skrifa um hægðir barnsins míns!). Fröken Parton er komin heim af spítalanum og hefur það bara gott. Það er svolítið öðruvísi að vera ekki með Völu upp á spítala. Það felst e-ð öryggi í því. Við byrjuðum á barnalandssíðu fyrir Möglu en vorum að gera þetta upp á spítala með rugluna klukkan 2 um nótt. Við ákváðum því að læsa síðunni tímabundið og endurskoða það sem fór þangað inn. Hún opnar von bráðar. Ég vil þakka öllum fyrir kveðjurnar og kommentin. Magla biður að heilsa og skilar kveðju.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að heyra að það gengur svona vel, ég bíð spennt eftir að skoða síðuna. Áframhaldandi knús til ykkar, kveðja María

12:45 e.h.  
Blogger Aslaug said...

Mitt hjúkkuhjarta gleðst yfir því að allt gangi svona vel. Greinilega töggur í stelpunni. Móðurhjartað skilur svo vel þetta kúka blogg :) Hugsa til ykkar hérna í Oz,
Áslaug (Kartínarsystir)

1:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er svo stolt af ykkur hetjurnar mínar. Hægðir eru alltaf jákvæðar. Hún verður greinilega hin mesta kjarnakona litla dúllan.
hugsa til ykkar og sendi ykkur hlýja strauma yfir hafið
kossar og knús Katrín

9:37 f.h.  
Blogger yanmaneee said...

fila shoes
cheap jordans
jordan retro
vapormax
balenciaga shoes
nmd
cheap jordans
canada goose jacket
michael kors handbags
jordan 13

9:55 f.h.  
Blogger yanmaneee said...

nike dunks
yeezy supply
steph curry shoes
curry 6 shoes
kyrie irving shoes
goyard handbags
supreme clothing
golden goose sneakers
lebron james shoes
michael jordan shoes

9:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home