mánudagur, ágúst 29, 2005

Ég vona að dóttir mín....


Verði jafn svakalega fótógenísk og cool eins og ég. Hún er náttúrulega rauðhærð stelpa sem gerir henni auðveldar fyrir, margar gullfallegar rauðhærðar konur til. Ekki það sama að segja um okkur rauðhærðu mennina, fáir sem hafa náð hæstu hæðum í rauða kúlinu. Ég, Josh Homme og auðvitað gaurinn í CSI:Miami. En annars er allt gott að frétta af vígstöðunum. Hún er í góðum fíling svona síðast þegar að ég frétti. Fer og kíki betur á hana í kvöld, þegar ég er búinn að skúra og sýna íbúðina. Á maður að vera að standa í fasteignaviðskiptum á stundum sem þessum? Ég veit ekki hvort að það sé sniðugt. En sjáum hvað gerist. Er bókstaflega að drukkna í vinnu þessa dagana. Vantar þið vinnu? Plís komdu þá að vinna hjá mér, áður en ég missi vitið. Vantar svo fólk að það hálfa væri nóg, neyðarfundur í fyrramálið í höfuðstöðvum ÍTR til að fara yfir ástandið. Svakalegt. En sem betur fer hef ég fólk í kringum mig sem fær mig til að brosa, sama hvað er að gerast. Eins og í gær þegar ég var farþegi í bíl með alkunnum ökusnillingi sem forðast u-beygjur, stæðalagnir og sætisbök eins og heitan eldinn. Þessi snillingur var að beygja til vinstri á hringbraut og þurfti sem sagt að keyra þvert yfir gagnstæða umferð. Við sátum í bílnum í dágóða stund og umferðin á móti var ennþá hjá kringlunni þegar ég spurði af hverju ferðu ekki yfir? Æi ég vill ekki fara, þeir gætu keyrt á mig. En það er svo langt þangað til að þeir koma, sagði ég þá og bætti við, þeir hægja líka bara á sér ef þeir eru að koma of nálægt. Og þá kom gullmolinn: En þeir mega ekki bremsa á þessari götu!

Óli og Macushla.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Aldrei að vita nema sú litla verði heimsfrægt módel með myndir af sér á strætóum um víða veröld eins og pabbi :).
Vona að þú hafir ekki verið að reyna gefa greyið barninu brjóst þarna á myndinni í gær óli minn.

kv. bankmann

7:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er aldrei að vita með módelstörfin, en ég læt hana Völu algjörlega um það að mjólka, enda verðlaunakýr þar á ferð. Ég verð þó að spyrja, hver er bankmann?

11:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gangi þér vel að losna við íbúðina. Ertu búinn að finna eitthvað annað? fjölskylduvæna íbúð :)
Gott að heyra að það gengur vel - fylgjumst áfram með og sendum góða strauma.
Lalli og Helga Dröfn

9:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með dótturina og fína nafnið hennar. Frábært að hún skyldi erfa hárlit föður síns, alltaf gaman að fá fleira myndarlegt fólk í þennan minnihlutahóp;)
Gangi ykkur allt í haginn,
kveðja Unnur Sædís.

12:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

*fliss* Það magnaðasta við þetta ólafur er það að dóttir þín er dökkhærðari en ítali....;)

-Stúlkan sem kann ekki að bremsa

2:48 e.h.  
Blogger Óli said...

Hef ekki ennþá fundið íbúð. Er svona að fara að leita. Takk fyrir straumana.
Er þetta Unnur systir Betu?? Hún verður myndarleg ábót í hópinn.

10:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home