föstudagur, mars 11, 2005

Átti magnað stelpukvöld með Völu minni í gær. Við fórum saman að passa Katrínu litlu, þeirra Jóhönnu og Gústa. Við sátum þar saman, prjónuðum og horfðum á How to lose a guy in ten days (sem er by the way uppaháldsmyndin hennar Völu) og Desperate housewifes. Ég veit ekki hvort að fólk hefur lagt það á sig að sjá þessa svakalega mynd H.T.L.A.G.I.10.D. en þarna er á ferðinni alveg æðisleg mynd...Í ALVÖRU. Matthew Mcidontgiveashit sýnir einstaka dýpt í persónusköpun og handritshöfundar hafa skapað þarna sögusvið sem allir geta tengt við. Ég bara skil ekki af hverju hún var ekki tilnefnd á sínum tíma til óskarsverðlauna. Að mínu mati hefði átt að vera Sweep það árið. Í kvöld er síðan annað eins i boðinu, þar sem við ætlum að þæfa ull á meðan við pössum systur hennar og horfum á Olsen slagarann New york minute.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef ég væri nú gáfaður maður þá myndi ég kannski halda því fram að það leyndist smá kaldhæðni í þessu hjá þér en svo er nú ekki þannig að ég óska þér bara til lukku með kvöldið :)

Haukurinn

4:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hhhggg tsss... Whipped? Ekkert olsen á rétt á tilvist nema þeir séu danskir. Hlekkjaður maður með meiru, mér verður ómótt.
Vala

3:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home