Á bakvið nóturnar
Ég gerði mitt í tónlistarlegu uppeldi barnanna minna í dag, þegar ég sat með Nóa og horfði á Ac/Dc Behind the music. Nói var vel hrifinn af Hells bells og Highway to hell, allavega átti ég mjög erfitt með að slíta hann frá skjánum. Eftir svona tvö ár þá verður fastur fjölskylduliður á sunnudögum að horfa á Anthology seríuna með Bítlunum. Ef það er e-ð sem þarf að vera á hreinu í uppeldinu þá er það þetta. Mér er sama þó að hvorugt þeirra nenni að horfa með mér á fótbolta í framtíðinni en ef annaðhvort þeirra ákveður að rokktónlist sé djöfullegt fyrirbæri sem ber að útrýma og deleta allri tónlistinni minni úr tölvunni, þá hef ég brugðist.
En eitt sem vakti svakalega athygli áðan. Ég var að horfa á Vh1 Legends um hina frábæru, ástsælu hljómsveit Led Zeppelin sem alltaf vekur góðar minningar og fær mig til að vilja læra á trommur a la Bonzo. En allavega. Alla tíð hef ég og flestir sem ég þekki borið fram nafnið á laginu Dyer maker, bara svona eins og það er sagt. Dæer meiker. Þeir sem þekkja lagið þá er þetta eitt poppaðasta zeppelin lagið og alls ekki í uppáhaldi hjá svona hörðum aðdáendum, þetta er svona hálf reggí skotið lag. Í textanum er fjöldinn allur af ó-um. Ó Ó Ó Ó Ó you don´t have to go Ó Ó Ó Ó you don´t have to go Ó Ó ÓÓ Ó baby please please og svo framvegis. Í þættinum kom fram að þetta lag hafi verið óður til reggí tónlistar og í raun eigi að bera fram nafnið á laginu eins og Jamaica, bara hratt. Prufið endilega að segja þetta hratt. Sniðugt ekki satt?
5 Comments:
KOMM ONN Óli, Led sjeppelýn sökkar feitan, ekki ala upp í börnunum að gítarvæll og skrækur öskrandi hippi sé gott stöff, bara af því að það var vinsælt fyrir löngu síðan. Akkúrat ekkert merkilegt við þetta væl!
Mr. Garðar Guðjónsson geri ég ráð fyrir. Þetta er gott stuff og ég man að þú reyndir alltaf að safna hári eins og Robert Plant þegar við vorum yngri. Don´t try to deny it!
Sæll Óli
Mig langar bara að benda þér á að ég hætti að hlusta á hippadrasl þegar ég var 13-14 ára en reyndi ekki að safna hári fyrr ég 16-17. Og var þá að hlusta á Metallica, sem ég eiginlega hætti að hlusta á 17 ára þegar ég fann Cave (eða hann fann mig).
Kveðja
Maður hættir aldrei að hlusta á Metallica. (þá meina ég að sjálfsögðu allt á undan Svörtu). En Cave er góður og ég var nú bara að tosa í fótinn á þér.
golden goose
golden goose outlet
off white outlet online
yeezy boost 350 v2
golden goose
jordan travis scott
chrome hearts outlet
kobe shoes
off white outlet
bape shoes
Skrifa ummæli
<< Home