Vettvangsnámi lokið
Það var með vissum tregablönduðum létti sem ég gekk út af leikskólanum Múlaborg í dag og lauk þar með sjö vikna vettvangsnámi mínu. Það var ekki léttir vegna þess að það var leiðinlegt heldur vegna anna upp á síðkastið. Það var ekki auðvelt að samtvinna nám, vettvangsnám, heimili og vinnu. Núna verður það bara nám, vinna og heimili eða bara svona eins og venjulega.
Múlaborg er án efa með flottari og betur reknum leikskólum sem ég hef kynnst. Það er sjaldan sem maður sér vinnustað þar sem að skipulagið er svona gott og allir starfsmenn vita sitt hlutverk. Ég var allavega mjög hrifinn.
En prófin hafa gengið nokkuð vel. Ég á núna eftir tvö verkefni og tvö próf, þetta klárast allt 19. desember. Þannig að ég fer ekkert að hugsa um jólaundirbúninginn fyrr en þá.
Á þriðjudaginn var ég á fullu að lesa og allt var á réttri leið en svo fékk ég flensu!! Ég verð mjög sjaldan veikur, eiginlega bara aldrei(þó að maður taki nú alveg sína veikindadaga hér og þar). En á þessum versta tímapunkti sögunnar þurfti ég að leggjast fyrir með gubbupest. Hún varði reyndar bara í sólarhring, en ég átti að fara í próf á fimmtudeginum. Þegar ég var búinn að vinna á miðvikudaginn þá varð ég að ákveða hvort að ég færi í veikindapróf í ágúst eða tæki hinn klassíska "allnighter". Hið síðara varð fyrir valinu og þökk sé Nichole, mínum frábæra fyrrum bekkjarfélaga sem gaf mér sjúklega góðar glósur, þá skellti ég mér á þetta helvíti. Áður en ég gekk inn í prófið þá hafði ég þá einu væntingu að ná, en prófið var það létt að núna yrði ég eiginlega fúll með 8. Skrýtið hvað viðmið geta breyst.
Og talandi um viðmið. Hvers konar ömurlegu stælar eru það að forstjóri FL group skuli vera 29 ára. Gátu þeir ekki fundið einhvern aðeins eldri. Maður er nógu og skelkaður hvað aldurinn færist hratt yfir. Svona skellur átti ekki að koma fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Þegar ég verð fertugur þá myndi ég alveg sætta mig við að hugsa "já, forstjóri FL group er yngri en ég". En ekki núna, þetta er bara mórall. Þetta er engum til hagsbóta. Ég get reyndar huggað mig við það að ég á ennþá 21 dag þangað til að ég verð þrítugur.
AHA! fyrir það sem ætluðu að þykjast gleyma afmælinu mínu þá tilkynnist það hér með að það er ekki í boði. Ekkert eins og þegar ég var lítill "sameiginleg afmælis- og jólagjöf vinur, aðeins stærri en hinar gjafirnar undir trénu", "En hún er ekki stærri en.." "Það var ekkert vinur"
4 Comments:
Guð hvað ég skil þig með afmælisdilemmað. ég hef miklar áhyggjur af þessu fyrir hönd Kristinar. Það eiga allir rétt á að það sé haldið upp á þeirra afmæli, og að fá afmælispakka, þótt þau eigi afmæli í des. Og afmælispappír takk, ekki jólapappír! Ég ítreka þetta við fjölskylduna en ég held að það hafi farið inn um annað og út um hitt hjá tengdó. Enda eiga au eitt desember barn sem hefur verið vanrækt að þessu leyti alla tíð.
alla veganna. Samhryggist vega minnimáttarkenndarinnar. Þú verður forstjóri FL group 27 ára æi næsta lífi;)
ok, var að skrifa með einni hendi;) smá villur!
Hehe vá hvað ég kannast við þessar afmælis - jólagjafir. Eins og Ásta sagði þá mega afmælisgjafirnar heldur ekki vera í jólapappír... og ekkert jóladót í afmælisgjöf!!! Og hananú :p
Gott að ég sé ekki sá eini dömur. Gleðileg jól og afmæliskveðjur á til ykkar beggja (Kristinar sem sagt og Bábu ; )
Óli
Skrifa ummæli
<< Home