sunnudagur, desember 02, 2007

Þitt fyrsta bros

Í dag gerðist margt í fyrsta sinn í lífi fjölskyldunnar á Hagamel. Í fyrsta lagi átti hún Matthildur mín gott móment á klósettinu. Það var kannski ekkert fyrsta bros en það vekur nú oft bros. En í dag %$#“%& hún í klósett í fyrsta sinn. Því var mikil hátíð í bæ og gleðin tók öll völd. Fyndið hvað fjölskyldulífið setur mann í skrýtna stöðu stundum, að halda veislu með hægðarþema. En í öðru lagi er baðvaskurinn góði nú loks kominn upp. Hann var tengdur í kvöld eftir mikið erfiði og endalausan leka. Hann er svona nokkuð traustur og var viðamikil athöfn þegar að fyrsta rennslið var sett í gang. Loksins verður hægt að tannbursta sig inn á baði.
Í þriðja lagi fékk Matthildur sitt fyrsta jóladagatal og var hún mjög spennt eins og má sjá hér.



Við útskýrðum fyrir henni að hún mætti opna eitt hólf á dag fram að jólum og leyfðum henni svo að opna hólfið fyrir daginn í dag.



Hún var mjög sátt við það. Hún hatar ekki sælgætið. Hvaðan ætli þau gen komi?



Þegar hún hafði lokið við bitann settum við dagatalið upp á kommóðu. Matthildur var nú ekki alveg að ná þessu öllu saman.



Og var ekki sátt við þessa meðferð á nýja dótinu sínu.

5 Comments:

Blogger Ásta said...

Ææi greyið, hvernig á maður að skilja það að það megi bara fá eitt nammi á dag? Jákup skilur þetta amk ekki enn, og opnar alltaf alla gluggana löngu fyrir jól...
Ég hlakka til þegar ég get keypt dagatal handa Kristinu og búið til pakkadagatal:) Þangað til nýt ég þess að vera með nammidagatal sjálf í síðasta sinn:-D

6:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég ver alltaf hundfúll líka ef einhver tekur jóladagatalið mitt :)

U

10:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahah hún er yndisleg ,

11:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er Linda .. :)

11:07 f.h.  
Blogger Óli said...

Ásta: Ég skil það ekki heldur, enda er ég ekki besti maðurinn til að kenna henni á þetta. Njóttu dagatalsins, en ekki í síðasta sinn!
U: Við erum eins, matsárir með einsdæmum.
Linda: Takk, litli þinn er það nú svo sannarlega líka.

10:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home