föstudagur, mars 30, 2007

Minnihlutahópar



Spurning: Hvernig líst þér á Eurovision lag Íslands í ár?

Svar: Ömurlegt, ég fíla ekki rauðhærða.

Svona svaraði ung stúlka spurningu dagsins í blaðinu í dag.
Komm on píbbol, er allt í lagi að segja svona?

Ef við gefum okkur að rauðhærðir séu minnihlutahópur og hvað skilgreinir minnilhlutahóp?
Hópur fólks sem hefur ákveðið líkamlegt eða andlegt einkenni sem er í minnihluta í viðkomandi samfélagi. En hvaða aðrir hópar eru minnihlutahópar á Íslandi? Svertingjar, fólk frá asíulöndum, fólk frá austur evrópu, hommar og lesbíur, þroskaheftir og fatlaðir, konur? og eigum við ekki að segja rauðhærðir.

Hvernig hefði það þótt ef að einhver myndi svara "Ég fíla ekki svertingja eða ég fíla ekki homma" í svona spurningu í blaði.
Gæti það verið að rauðhærðir séu eini minnihlutahópurinn sem er í lagi að móðga?
Þegar ég googlaði rauðhærðir þá fékk ég upp spurningu af vísindavefnum um rauðhærða og hjátrú. Ég er í SJOKKI eftir að hafa lesið þetta. Ég mana alla til að copy/paste þetta netfang og lesa.

www.visindavefur.is/svar.asp?id=6098

Ég þarf að bara að fara að leggja mig.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Samkvæmt þessari grein erum við þvílíkir andskotar!

:)

Klikkað.

KT

11:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jahérnahér....mikið er ég hissa að fólk fái að segja svona hluti í fjölmiðlum.... annað sem er líka ótrúlegt er að næstum undantekningarlaust þegar fólk í bíómyndum og teiknimyndum á að vera alveg viðbjóðslegt í alla staði þá er það rauðhært, þetta auðvitað bara kjánaskapur og vitleysa..

en annars...innilega til hamingju með erfingja númer 2 hann/hún á eftir að verða glæsilegur kandídat í fallegasta minnihlutahóp í heimi :)

10:56 e.h.  
Blogger Ásta said...

Það er hægt að nota ykkur í beitu!:) LOL!!

5:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er alveg rétt hjá þér Óli minn þið eruð fólk eins og við hin :) . Nei annars sá ég myndina af stelpunnin sem sagði þetta minnir að hún hafi nú verið með þumalinn á lofti og verða blikka myndavélina. Mjög líklega verið að skjóta á einhvern sem hún þekkir. En hver veit.
En ég er allavega tilbúinn að ganga í S.V.O.V.R.(stuðningshópur vina og vandamanna rauðhærðra)til að sýna ykkur stuðning.
:) kv Unnar

6:39 e.h.  
Blogger Óli said...

KT:
Kom mér mikið á óvart! Mjög klikkað.

Ylfa:
Takk fyrir. Klárlega fallegasti minnilhlutahópur í heimi. Ég og þú erum dæmi um það.

Ásta:
Tanx. En allavega, til hamingju með stelpuna. Hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn.

Unnar:
Ég styð stofnun S.V.O.V.R. ; )

10:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home