laugardagur, mars 29, 2008

Ég heiti Óli og ég ætla að segja ykkur frá...

Í gær fór ég á Dale Carnegie námskeið í vinnunni sem kallaðist Tjáðu þig. Námskeiðið var þriggja klst langt og miðaði að því að leiðbeina fólki þegar kemur að því að halda ræður eða kynningar. Fyrir mann eins og mig sem þjáist af lamandi ótta við að halda ræður, var þetta vægast sagt gagnlegt. Ekki skemmdi fyrir að sú sem hélt námskeiðið var rosalega drífandi í að leiðbeina og náði hún athygli minni frá fyrstu mínútu. Það var svo margt áhugavert sem kom fram, eins og t.d. niðurstöður könnunar sem gerð var á meðal framkvæmdarstjóra í USA sem voru beðnir að flokka 200 fyrirlestra eftir því hvort að þeir voru leiðinlegir, svæfandi, bara svona la la eða áhrifaríkir. Það er skemmst frá því að segja að þeir töldu 84% fyrirlestra vera leiðinlega eða svæfandi, og aðeins 3% áhrifaríka!!
Á námskeiðinu var einnig farið í ýmsa punkta sem gott er að hafa í huga þegar talað er fyrir framan fólk. T.d. að byrja aldrei á að afsaka sig og að bestu fyrirlesara æfi sig 12x með því að flytja fyrirlesturinn 12x áður en hann er fluttur fyrir framan fólk. Segir manni kannski að fólk fæðist ekki endilega góðir ræðumenn, heldur að þetta komi með æfingunni.
Síðasti klukkutíminn fór svo í æfingar. Það er alveg merkilegt hvað tilhugsunin um að tala fyrir framan fólk, þó að það sé ekki nema nokkrar hræður, getur stressað mann upp. Dæmigerð einkenni hjá mér er ör hjartsláttur, þurrkur í munni og að höfuðið tæmist algjörlega þegar byrja á að tala.
Æfingarnar voru þannig að okkur var skipt í 6 manna hópa og hver átti að tala í 90 sek. Það hljómar stutt en trúið mér það er ekki auðvelt. Sérstaklega þegar við fengum 4 mínútur til að hugsa um fyrirmyndir okkar í lífinu og áttum að tala um þá fyrirmynd í 90 sekúndur. Ég fór nú bara þessa klassísku leið og valdi mömmu sem mína fyrirmynd.
Nú er ég alvarlega að hugsa um að fara á fullt námskeið hjá þeim í Dale Carnegie. Námskeið sem tekur alveg tvo daga og farið er mun dýpra í þessa þætti. Ég held að það geti allavega ekki gert mig að verri manni.

Að lokum vil ég benda þeim sem vilja leggja góðu málefni lið, málefni sem að mínu mati snertir okkur meira en mæðrastyrksnefnd eða Rauði krossinn. Nú er ég að sjálfsögðu að tala um peningasöfnun til handa Hannesi Hólmsteini Gissurasyni. Bankanúmerið er 0101-05-271201 Kt: 131083-4089. Gefðu góðum manni og studdu baki við hinn venjulega launamann gegn auðvaldinu. Lifi litli maðurinn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/04/bornin_veikjast_vegna_myglusvepps/

8:26 f.h.  
Blogger grojbalav said...

Pfff... Þetta er nú frekar lame. Nafnlaust í þokkabót.
Ég ætla að vera svo frökk að setja þennan link inn http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/04/gera_athugasemd_vid_frett_um_myglusveppi/
...og segja síðan öllum vinum okkar að reyna að samgleðjast okkur yfir því að komast í stærra húsnæði og nýja vinnu. Það er svo miklu skemmtilegra en að þurfa að réttlæta það fyrir hverjum einasta manni að við séum að flytja úr 107:)

Vala

1:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home