Fjölgun í familien
Ok, ég veit að það er ár og öld síðan ég bloggaði síðast og gæti ég talist nokkuð bjartsýnn að halda að nokkur maður sé ennþá að kíkja hér inn. En allavega mér fannst ég tilneyddur til að koma með smá update, þar sem margt og mikið hefur verið að gerast. Í kvöld fór þessi dama í næsturpössun til Tinnu og Lilju. Tilefnið var væntanleg fæðing lille baby. Eftir að við Valgerður kvöddum Matthildi með kossum og knúsum fórum við upp á spítala þar sem að Valgerður var lögð inn. Planið er að setja hana af stað í kvöld og ég var svo bara sendur heim að bíða. Mjög líklega fer því e-ð að gerast í nótt eða í fyrramálið. Þannig að við getum áætlað að þann 24. september munum við Valgerður eignast okkur annað barn. Massívt. Hér er svo önnur mynd af prinsepessa Allavega við látum vita um leið og e-ð gerist. Ég bæti líka við hér fyrir neðan myspace síðunni hjá Fussumsvei, sem er frábært ættarmótaband. Ég er meðlimur. En ég skil við ykkur í bili. Setti nokkrar nýjar myndir inn á myndasíðuna. Verð í bandi.
3 Comments:
Gaman gaman. Ég hlakka til að fá fréttir. Gangi ykkur vel elskurnar. Kveðja úr Mosó
Hrikalega spennó! Gangi ykkur vel:D Hlakkka til að heyra hvernig gekk!
Knús ásta
Takk fyrir það stelpur.
Skrifa ummæli
<< Home